Broskaka frá Kexsmiðjunni
Broskakan frá Kexsmiðjunni getur laðað fram bros hjá stórum sem smáum

Það er gaman að gleðja aðra. Koma öðrum á óvart með gjörðum eða orðum sem lífga upp á daginn og ná brosinu fram hjá viðtakandanum. Eins og segir í ljóði Einars Benediktssonar:

Eitt bros — getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Inntak orðanna er fallegt, að betra sé að brosa en láta orð falla sem betur væru ósögð. Bros gleður, það brýtur niður varnarmúra, léttir andrúmsloftið og leiðir til ánægjulegra stunda.

Nú getur þú fært þeim sem þú vilt gleðja sætt bros frá Kexsmiðjunni. Kexsmiðjan býður nú upp á brosköku til að létta landanum lundina. Broskakan er hefðbundin skúffukaka með glassúr og breiðu brosi. Gleddu fjölskylduna, vinnufélagana eða bara þig persónulega með brosi frá Kexsmiðjunni.

Deila |