Jólasmákökur frá Kexsmiðjunni
Nú eru bragðgóðu jólasmákökurnar frá Kexsmiðjunni komnar í búðir

Það er öruggt að þótt ekki „megi“ hefja jólastússið alveg strax, þá eru mörg jólabörnin í laumi farin að raula eins og eitt jólalag eða huga að seríunum. Það eru þó ekki nema rúmar tvær vikur í aðventuna og tíminn líður alveg jafn hratt og venjulega, og einhvern veginn hraðar eftir því sem nær dregur jólum.

Það er þó nokkuð síðan við hjá Kexsmiðjunni hófum okkar jólaundirbúning og nú er afraksturinn kominn í verslanir. Átta tegundir af yndislegum jólasmákökum sem freista hver á sinn hátt.

Þeir sem kynnst hafa jólabakstri Kexsmiðjunnar, vita að hann er alveg eins og hann á að vera. Kökurnar eru stökkar og ljúffengar, og svona ekta. Ef þú hefur ekki enn prófað skaltu gera það sem fyrst. Það eru átta tegundir sem eiga eftir að gleðja bragðlaukana: Blúndukökur, Kókos- og Applesínukökur, Kókostoppar, Dísudraumur, Vanillufingur, Dropakökur, Hálfmánar og Súkkulaðibitakökur. Þú mátt byrja núna!

Deila |