Skonsur frá Kexsmiðjunni
Það er gott að eiga skonsur frá Kexsmiðjunni í frystinum

Skonsurnar frá Kexsmiðjunni er ekki bara ljúffengar heldur líka afar hentugar. Þú getur keypt frystar skonsur frá Kexsmiðjunni sem einfalt er að taka úr frystinum, skera í tvennt og skella í brauðristina þegar hungrið sverfur að. Á örskotsstund færðu heita og ljúfa skonsu sem þú getur svo smurt með viðeigandi viðbiti.

Skonsur má rekja til Bretlands þar sem Skotar, Írar og Englendingar tóku ástfóstri við þær. Fyrstu skráðu heimildir um skonsur má finna frá árinu 1513 í kvæði eftir Skoskt skáld.

Bretar njóta skonsunnar með nýlöguðum tebolla enda fátt meira breskt en tetíminn. Hvort sem þér líkar betur að drekka kaffi eða te þá má telja líklegt að volg skonsa, með uppáhalds ostinum þínum og góðri sultu geri stundina að gæða tíma.

Þegar leitað er að góðu meðlæti með skonsum getur verið ágætt að hafa í huga að skonsur henta bæði með krydduðu áleggi, t.d. kryddpylsum eða hummus en líka með sætu meðlæti eins og sultu eða sítrónuystingur.

Skonsur eru líka góðar í skólanestið og lítið mál að finna samsetningu sem unga fólkinu líkar.

Deila |