Kanilsnúðar frá Kexsmiðjunni

Kanilsnúðar frá Kexsmiðjunni eru góðir með kaffinu - hreinlega ómótstæðilegir að margra mati

Þeir eru sætir, ilma vel og eru pínulítið klístraðir kanilsnúðarnir en það er einmitt þess vegna sem þeir eru ómótstæðilegir. Með rjúkandi bolla af nýlöguðu kaffi eru kanilsnúðar frá Kexsmiðjunni algjörlega frábærir og henta þeir við ýmis tækifæri.

Það skiptir litlu máli hvort þú vilt hafa kanilsnúða með þér í vinnuna, sem smá eftirrétt í hádeginu eða hvort þú ætlar bara að fá þér smá bita með eftirmiðdagskaffinu. Kanilsnúðar ættu að vera akkúrat lausnin fyrir þig.

Þú getur jafnvel lagað kanilsnúðana frá Kexsmiðjunni að þínum óskum.

Prófaðu að kaupa tilbúinn glassúr úti í búð til að setja á kanilsnúðana með kaffinu. Raspaðu smá sítrónubörk yfir glassúrin og á örskömmum tíma ertu komin með prýðilegt meðlæti með kaffinu.

Það heldur ekkert aftur af þér nema hugmyndaflugið!

Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn og eigðu nóg af kanilsnúðum. Þú veist aldrei hvenær löngunin kemur... eða gestirnir.

Deila |