Blýantur og blað

Gefum krökkunum gott nesti í skólann

Skólarnir hófust flestir núna í vikunni og því má víða um land finna glaða krakka sem hafa færst upp um einn árganginn enn. Þau horfa nú spennt á hvert annað, þess fullviss að veturinn beri með sér ævintýri og gaman í bland við baráttu og bækur.

Nýjar skólastofur, nýjar skólabækur og jafnvel nýir bekkjarfélagar eru það sem koma skal næstu daga og vikur. Nú ríður á að treysta böndin við vinina og bekkinn, vera úti að leika sér á milli þess sem maður er inni að læra á meðan góða haustveðursins nýtur við.

Við þessar aðstæður er komin tími til að gera drekkutímanum hátt undir höfði. Drekkutíminn er tilvalin stund til að treysta böndin, njóta þess að eiga vini og skólafélaga. Tilvalin stund til þess að gleðjast yfir bolla af heitu kakói og góðu súkkulaðikexi frá Kexsmiðjunni eða bara yfir poka af skúffuköku muffins.

Í drekkutímanum er hægt að safna kröftum áður en haldið er aftur út í leik. Í blíðskaparveðri mætti jafnvel halda drekkutímann úti á meðan hægt er að njóta síðustu sterku sólargeislanna og ylsins sem bráðlega víkur fyrir haustvindum og kaldara lofti.

Rifjaðu upp þína eigin drekkutíma. Rifjaðu upp góðar stundir og stuðlaðu að því að börnin og vinir þeirra eigi á vísan að róa hjá þér. Eigðu nóg af kexi, möffins og öðru sem hægt er að verðlauna duglega krakka með í drekkutímanum.

Deila |