Sólgylltur sumarhiminn, sólsetur

Njóttu kvöldsólarinnar með vörum frá Kexsmiðjunni

Það er stundum eins og Íslendingum liggi svolítið á að lýsa yfir sumarlokum, eins ótrúlega og það hljómar. Við bíðum svo lengi eftir stutta sumrinu okkar að frekar mætti ætla að við héldum í það eins lengi og mögulegt er, en það virðist vera lenska að gefa sumarið svolítið upp á bátinn eftir Verslunarmannahelgi.

Eins og greinilega hefur mátt sjá það sem af er ágústmánuði þá eru fréttir af andláti sumarsins stórlega ýktar og vel hægt að kreista eins og eina útilegu, göngu eða lautarferð út úr sumrinu 2010.

Það er einmitt sérstaklega kósí að fara í útilegu nú þegar farið er að rökkva aftur á kvöldin og kveikja á kertum eða bara fylgjast með sólarlaginu úti í íslenskri náttúru.

Mundu bara eftir ferðafélaganum frá Kexsmiðjunni. Kex, möffins, vínarbrauð eða hjónabandssæla eru unaðsleg með kvöldkaffinu og kvöldsólinni þegar sumri fer að halla – en er þó alls ekki lokið.

Deila |