Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að fyrri undanúrslitakvöld Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna fór fram í vikunni í Kaupmannahöfn. Og Ísland komst áfram.

Eins og landsmenn vita komst Ísland upp úr riðli fyrra Eurovisionkvöldsins í Danmörku og mun því vera í sjálfum úrslitunum sem fram fara á laugardagskvöld.

Framlag Íslands í ár er lagið Enga fordóma og er flutt af þeim piltum í hljómsveitinni Pollapönk sem hafa greinilega náð að heilla dómnefndir og áhorfendur með þessum glæsilega árangri.

Það verður ábyggilega rafmagnað andrúmsloftið á laugardagskvöldið þegar sjálft úrslitakvöldið fer fram. Líkt og á fyrra undanúrslitakvöldinu verða ábyggilega haldin Eurovisionpartí út um allan bæ.

Fyrir nokkru þá kom smurkex Kexsmiðjunnar á markað og er það tilvalið með ostum og sultu sem er nauðsynlegt í Eurovisionpartíið á laugardaginn kemur.

 

Áfram Ísland! 

 

 

 

 

Deila |