Mundu eftir jólasmákökunum á aðventunni.Næstkomandi sunnudag er fyrsti sunnudagurinn í aðventu og því má búast við að landsmenn eyði helginni við að skreyta híbýli sín og hengja upp jólaskrautið. 

Um þetta leyti árs, við upphaf aðventunnar, byrja landsmenn að punta heimili sín, hengja upp jólaskrautið, setja seríur út í gluggann og bölva því enn einu sinni af hverju kassinn með jóladótinu þurfi nú endilega að vera allra innst í geymslunni.

Það er ekki ólíklegt að margir noti helgina til að setjast niður og skrifa vinum og vandamönnum jólakort enda er það gömul íslensk hefð sem lifir góðu lífi þrátt fyrir alla samskiptamöguleika á net- og samfélagsmiðlum.

Næstu dagar og vikur verða því annasamar hjá landsmönnum enda jafnan í mörg horn að líta í jólaundirbúningnum enda þarf allt að vera tipp topp fyrir jólin.

Þrátt fyrir að margir eigi ábyggilega annasama daga framundan er engu að síður nauðsynlegt að líta upp úr undirbúningnum og gefa sér stund milli stríða.

Þá er upplagt að fá sér smá hressingu og hita kaffi eða kakó og gæða sér á gómsætu jólasmákökunum frá Kexsmiðjunni sem þú færð í næstu verslun eins og við greindum frá í frétt okkar nýlega. 

 

Deila |