Prófaðu jólasmákökur Kexsmiðjunnar.Hjá okkur í Kexsmiðjunni hefur ríkt mikil stemning undanfarið. Bakarar okkar hafa verið í hátíðarskapi enda höfum við verið á fullu í að baka hverja sortina á fætur annarri og nú er afraksturinn fyrir þessi jól eins og hann leggur sig kominn í verslanir.

Jólasmákökur Kexsmiðjunnar eru bragðgóðar og stökkar þannig að maður fær samstundis á tilfinninguna að um heimabakstur sé að ræða. Þeir sem hafa ekki smakkað jólasmákökurnar ættu endilega að munu eftir þeim næst þegar þeir fara út í verslun. 

Eins og undanfarin ár bjóðum við upp á átta tegundir af ljúffengum smákökum: blúndukökur, kókostoppar, Dísudraumur, vanillufingur, dropakökur, hálfmánar, súkkulaðibitakökur og kornflexkökur. 

Það eru margir sem eru að byrja að komast í jólaskapið þessa dagana. Jólaskrautið er byrjað að sjást í verslunum, jólalögin farin að óma í útvarpinu og í gluggum nágranna sinna sér maður jólaskreytingum fjölga með hverjum deginum.

Þetta er líka sá árstími sem jólahlaðborðin hefjast, jólatónleikar eru haldnir og bækurnar fyrir jólin koma út. Næstu daga munu því ábyggilega margir hafa nóg fyrir stafni. En hluti af jólastemmingunni er auðvitað að hafa það kósí og notalegt heima og þá er fátt sem kemur manni í meira jólaskap en jólasmákökurnar frá Kexsmiðjunni. 

Prófaðu jólasmákökur Kexsmiðjunnar sem nú fást í næstu verslun. Þær eru einfaldlega ómótstæðilega góðar. 

 

 

 

Deila |