Mundu eftir haustköku Kexsmiðjunnar með kaffinu.Líkt og undanfarin ár er Haustkaka Kexsmiðjunnar nú komin í verslanir enda haustið skollið á. Haustunum fylgja oft snarpar lægðir sem skella á landinu með tilheyrandi roki og rigningu. Í slíkum veðurham er gott að hafa eitthvað gott við höndina eins og haustköku Kexsmiðjunnar.

Kökurnar frá Kexsmiðjunni njóta mikilla vinsælda eins og útilegukakan, sumarkakan og svo höfum við einnig verið með kökur þegar bæði Evrópumótið og heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram.

Haustkakan er svo sannarlega engin undantekning á því og er hún gómsæt súkkulaðikaka með súkkulaðikremi sem lætur þig fá vatn í munninn og er kjörin með rjúkandi heitum kaffibollanum eða ísköldu mjólkurglasi.

Þegar dýpstu haustlægðirnar ganga yfir er tilvalið að halda sig innandyra og horfa á uppáhaldsþættina sína eða lesa uppáhaldsbókina sína og þá er gott að eiga haustkökuna frá Kexsmiðjunni við höndina.

Mundu eftir Haustkökunni frá kexsmiðjunni sem þú færð í næstu verslun.  Deila |