Það er alltaf gott að eiga eitthvað með helgarkaffinu Vínarbrauð er það kaffimeðlæti sem hefur verið hvað vinsælast meðal landsmanna um áratugaskeið og er ekkert lát á vinsældum þess.

Við hjá Kexsmiðjunni bökum okkar vínarbrauð eftir gamalgróinni uppskrift og útkoman minnir marga á vínarbrauðin sem þeir fengu hjá ættingjum sínum í gamla daga.

Vínarbrauðið okkar fæst bæði með súkkulaðibitum og ljúffengri sultu auk þess sem hægt er að fá það með eða án súkkulaðihjúps.

Vínarbrauðið er í uppáhaldi sem kaffimeðlæti hjá mörgum. Og á það jafnt við á skrifstofunni eða í kaffiskúrnum hjá iðnaðarmönnum enda vinsælt meðal allra starfstétta landsins.

Mundu eftir að næla þér í vínarbrauð til að eiga með kaffinu handa fjölskyldunni eða fyrir þá sem líta óvænt inn í kaffi.

Deila |