Þessa dagana geturðu fengið skólaköku Kexsmiðjunnar í næstu verslun. Skólakaka er ljúffeng súkkulaðikaka með kremi sem gælir við bragðlaukana og er frábær með ísköldu glasi af nýmjólk.

Eins og undanfarin haust kemur skólakaka Kexsmiðjunnar í verslanir á haustin. Á mörgum vinnustöðum gera starfsmenn oft vel við sig í föstudagskaffinu og er það góður siður.

Oft skiptast starfsmennirnir á að koma með eitthvað gott með kaffinu og vilja menn þá geta glatt vinnufélaga sína með einhverju sem þykir ómótstæðilega gott.

Nú þegar grunn- og framhaldsskólarnir eru að byrja er því tilvalið að fá reiða fram Skólakökuna frá Kexsmiðjunni sem ætti svo sannarlega að hitta í mark næst þegar efnt verður til kaffisamsætis á vinnustaðnum. Enda alltaf gaman að rifja upp skemmtileg atvik frá menntaskólaárunum.

En svo er vitanlega líka alltaf gott að eiga hana heima við í eldhússkápnum til þess að geta glatt gesti sem kíkja í heimsókn.

Mundu eftir skólakökunni frá Kexsmiðjunni sem þú færð í næstu verslun.Deila |