Prófaðu líka hafrakex með kúmeni!Það leggja margir land undir fót um helgina enda er verslunarmannahelgin stærsta ferðahelgi ársins. Í heimabæ Kexsmiðjunnar, Akureyri, verður haldin bæjarhátíðin Ein með öllu og má telja líklegt að aðsókn verði góð þrátt fyrir að norðanáttin geti lækkað hitastigið umfram óskir gestanna. Það verður því áreiðanlega gott að hafa gómsætt bakkelsi frá Kexmiðjunni við höndina um helgina.
Um verslunarmannahelgina er jafnan mikil umferð frá höfuðborginni og í fyrra taldi Vegagerðin aukninguna vera um 10% frá árinu 2011, með um 74 þúsund bílum sem fóru um Hvalfjörð eða Hellisheiði frá föstudegi til mánudags um verslunarmannahelgi.

Það er á slíkum ferðadögum sem bakkelsið frá Kexsmiðjunni er hvað vinsælast. Börnin í bílnum, bíðandi áfangastaðarins, geta verið sólgin í eitthvað gott. Þá getur verið gott að hafa Veganesti Kexsmiðjunnar við höndina eða bara snúða og möffins.

Þá er hafrakexið afar gott með morgunmatnum – eða á milli mála til að ná sér í auka orku. Hafrakex frá Kexsmiðjunni fæst í öllum helstu verslunum og er ljúffengt með uppáhaldsostinum þínum og ögn af sultu.

Góða ferðahelgi!

Deila |