Það er alltaf nauðsynlegt að eiga eitthvað gott með kaffinu um helgar. Vínarbrauð er það kaffimeðlæti sem hefur verið hvað vinsælast meðal landsmanna um áratugaskeið og er ekkert lát á vinsældum þess.


Við hjá Kexsmiðjunni bökum okkar vínarbrauð eftir gamalgróinni uppskrift og útkoman minnir óneitanlega á það vínarbrauð sem fólk man eftir úr æsku sinni við eldhúsborðið hjá afa og ömmu.

Vínarbrauðið okkar fæst með og án súkkulaðihjúps og með súkkulaðibitum og ljúffengri sultu og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Það er því upplagt að eiga ljúffengt vínarbrauð frá Kexsmiðjunni til að eiga með morgunkaffinu og síðdegiskaffinu auk þess sem það er afar ljúffengt með kvöldkaffinu.

Mundu eftir að næla þér í vínarbrauð fyrir helgina til að eiga með kaffinu handa jafnt fjölskyldunni eða fyrir gesti ákveði þeir að kíkja óvænt í heimsókn.

Deila |