Fyrir rúmu ári settum við á markað nýtt kex í Íslandslínunni okkar sem heitir heilhveiti Íslandskex. Þótt margir séu sem álíti það vera hafrakex er það í rauninni ekki svo. Og þannig er því í reynd farið með ýmsar tegundir af kexi sem fólk heldur að sé hafrakex að þegar betur er að gáð reynist það ekki raunin. Kexsmiðjan bakar hinsvegar ekta hafrakex í Íslandskexlínunni og einnig hafrakex eftir gamaldags uppskrift sem með og án kúmens.

Eins og við höfum bent á hér á síðunni eiga Íslendingar talsvert í land við að ná nágrannaþjóðum sínum þegar kemur að æskilegri neyslu á trefjaríkum matvælum eins og ýmsar kannanir hafa bent á, nú nýlega í könnun sem nálgast má á heimasíðu Embætti landlæknis.

Eins og kemur fram í skýrslunni skiptir trefjaríkur matur máli til að stuðla að góðri meltingu auk þess sem trefjaríkar afurðir geta hjálpað til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka.

Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aukin neysla grófs kornmatar sé æskileg þegar hollustusjónarmið eru höfð í huga og vonast þeir til þess að slíkar afurðir verði algengari á borðum Íslendinga en raunin hefur verið hingað til.

Nýlega kom í verslanir nýtt hafrakex í Íslandslínu okkar sem inniheldur 5 grömm af trefjum og 8 grömm af próteini í hverjum 100 grömmum. Líkt og heilhveitikexið úr sömu línu, sem kom í verslanir í fyrra og fékk góðar viðtökur, vonumst við til þess að neytendur taki einnig nýja hafrakexinu okkar vel.

Við bendum neytendum á líkindi eru með heilhveitikexi og hafrakexi og eru þeir því hvattir til að vera meðvitaðir um það næst þegar þeir eiga leið út í búð. Þeir geta verið vissir um að frá Kexsmiðjunni fæst alvöru hafrakex.Deila |