Fyrir um það bil ári kom í verslanir nýtt heilhveitikex í Íslands-línu Kexsmiðjunnar eins og við greindum frá þá. Nú kynnum við enn eina nýjung okkar en það er hafrakex úr þessari sömu línu.


Nýja hafrakexið okkar inniheldur 5 grömm af trefjum og 8 grömm af próteini í hverjum 100 grömmum og er bakað eftir gamalli og góðri uppskrift eins og allar vörurnar hjá okkur í Kexsmiðjunni.

Í fyrra voru viðtökurnar á heilhveitikexinu í Íslands-línunni hreint út sagt frábærar og er það von okkar að nýja hafrakexið okkar fái samskonar móttökur.

Þegar kemur að kexinu þá eru Íslendingar íhaldssamir og vilja hafa kexið sitt eins og í gamla daga hjá ömmu og afa. Við hjá Kexsmiðjunni höfum þetta að leiðarljósi við framleiðslu á kexinu okkar.

Prófaðu nýja hafrakexið frá Kexsmiðjunni. Okkur segir svo hugur að það sé frábært með síðdegiskaffinu, t.d. með osti og sultu og alveg ábyggilega með hvaða áleggi sem er.

Mundu eftir nýja hafrakexinu frá Kexsmiðjunni næst þegar þú átt leið út í búð.


Deila |