Það er fátt notalegra en að liggja uppi í sófa á síðkvöldum þegar úti er veður vont og rigningin lemur gluggana líkt og tíðin hefur verið að undanförnu. Á slíkum stundum er því upplagt að taka sér bók í hönd eigi menn eftir að klára einhverja af þeim bókum sem menn fengu í jólagjöf eða horfa á góða bíómynd með kexið frá Kexsmiðjunni við höndina.


Á slíkum stundum er gott að hafa eitthvað gómsætt við höndina til að narta í á meðan blaðsíðunum er flett eða fylgst er með framvindu kvikmyndarinnar og örlög sögupersónanna koma smám saman í ljós.

Hjá Kexsmiðjunni er notast við hefðbundnar uppskriftir sem alltaf njóta jafnmikilla vinsælda og má þar nefna kanilsnúðana okkar, vínarbrauðið og hafrakexið sem einnig er hægt að fá með kúmeni.

Mundu eftir meðlætinu frá Kexsmiðjunni næst þegar þú ætlar að hafa það kósý heima.   


Deila |