Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að heimsmeistaramótið í handknattleik fer fram þessa dagana á Spáni. Flestir landsmenn eru væntanlega límdir fyrir framan skjáinn um þessar mundir og þá er gott að hafa eitthvað góðgæti við höndina til að narta í meðan á leikjunum stendur. Fáðu þér kexið frá Kexsmiðjunni meðan þú horfir á strákana okkar.

Eftir fremur brösuga byrjun og tap gegn Rússum hafa strákarnir okkar verið að sækja í sig veðrið og landað tveim sannfærandi sigrum á móti Síle og Makedóníu.

Í kvöld eru það svo erkifjendur okkar Danir sem spila gegn Íslendingum og gæti sá leikur orðið erfiður. Margir spá Dönum sigri á mótinu og hefur breiddin í þeirra herbúðum sjaldan verið meiri. Íslenski hópurinn er hins vegar skipaður mörgum nýliðum auk þess sem meiðsli herja á nokkra lykilmenn liðsins undir stjórn nýs þjálfara Arons Kristjánssonar.

Það verður ábyggilega rafmagnað andrúmsloftið á íslenskum heimilum og mikið um hróp, köll, fagnaðarlæti og bölv meðan á viðureign þessara frændþjóða fer fram í kvöld.

Komdu þér vel fyrir í sófanum og mundu eftir að hafa nóg af Kexsmiðjukexi við höndina meðan á leiknum stendur.  


Deila |

Lestu skyldar fréttir og um vöruna