Kíktu á frábært úrval af ekta smákökum frá Kexsmiðjunni í næstu verslun.Handan við helgina er jólamánuðurinn. Í desember fer allt á fullt og við keppumst við að njóta aðventunnar sem mest við megum. Margir virðast þó hafa af því miklar áhyggjur að komast ekki í jakkafötin eða kjólinn fyrir jólin. Það eru hinsvegar 365 dagar í árinu að jafnaði og hollur lífsstíll felur í sér að á tyllidögum leyfir maður sér að njóta lífsins með því að borða það sem mann langar í og njóta um leið samvista við þá sem við elskum mest. Þetta er ástæða þess að við elskum smákökur um jólin og um leið ástæða þess að við eigum að leyfa okkur að njóta þeirra áfram.

Aðventan er yndislegur tími þar sem hægt er að njóta rólegheita í faðmi fjölskyldunnar. Tími þar sem fjölskyldur hittast og halda í gamlar hefðir. Þetta er tíminn sem góðir gestir stóla á smákökur með kaffinu þegar litið er inn með jólakortin, jólapakkann eða kveðju fyrir hátíðarnar.

Uppskriftin að góðri jólastemmingu er rifja upp fyrri jól og það sem veitti manni ánægju þá. Það er ástæðulaust að taka ánægjuna úr skemmtilegustu athöfnunum bara vegna þess að buxnastrengurinn gæti orðið dálítið þröngur rétt yfir hápunkt hátíðarinnar.

Heilbrigður lífsstíll er að njóta lífsins en gæta að því sem maður borðar mestan hluta ársins. Það er ekki heilbrigður lífsstíll að neita sér um góðar stundir á tyllidögum. Það er aðeins til þess fallið að valda óánægju á þeim stundum sem ánægjan ætti einmitt að vera í hámarki.

Tinna Rós Steindórsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins tók ágætlega á þessari hlið jólahátíðarinnar í pistli í blaðinu í byrjun nóvember en þar kemur hún einmitt inn á það að maturinn um jólin er eitt af því sem gerir jólin svo ánægjuleg.

Kexsmiðjan býður upp á frábært úrval af alvöru smákökum sem allar eru í heimabakstursstílnum. Kíktu við í næstu verslun og finndu þína uppáhaldssort þar. Bjóddu góðum gesti upp á smákökur og kaffi og njóttu þess að eiga nokkra góða daga um jólin. Skítt með kjólinn.... og jakkafötin.

Deila |