Kornflexkakan er ný tegund í jólabakstri Kexsmiðjunnar.Við fjölluðum um það í frétt á dögunum að jólabakstur Kexsmiðjunnar væri kominn í verslanir. Í verksmiðju okkar ríkir sjaldan jafnmikil stemning og í aðdraganda aðventunnar og þreytast bakarar okkar aldrei á því að prófa sig áfram með nýjar tegundir. Í ár lítur ein slík dagsins ljós, en það eru ljúffengu kornflexkökurnar sem nú eru komnar í verslanir.


Eins og fólk þekkir þá er í mörg horn að líta í aðdraganda jólanna. Einn er sá siður á mörgum heimilum að skrifa jólakort. Og þótt jólakortin hafi að einhverju leyti fylgt nýjum sið og sumir láti sér nægja að senda tölvupóst eða smáskilaboð þá halda þó enn margir í gamlar hefðir og gera þetta upp á gamla mátann.

Það eru margir sem geta ekki hugsað sér að skrifa jólakort án þess að hafa eitthvað sætt og gott við höndina til að gæða sér á. Á slíkum stundum er jólabakstur Kexsmiðjunnar ómissandi, enda fastur liður á mörgum heimilum þegar kemur að jólaundirbúningi.

Nú hafa bakarar okkar komið með glænýja tegund í jólabaksturinn en það eru hinar ljúffengu kornflexkökur sem eru bakaðar úr fyrsta flokks hráefni og eftir gamalgróinni uppskrift.

Smakkaðu nýju kornflexkökurnar frá Kexsmiðjunni sem nú eru nýkomnar í næstu verslun.

Deila |