Hafðu kexið frá Kexsmiðjunni við höndina við lesturinn á jólabókunum í ár.Hjá bókelskum Íslendingum er þessi árstími í sérstöku uppáhaldi. Þessa dagana koma úr prentsmiðjunum hver bókin á fætur annarri enda jafnan talað um jólabókaflóð í því samhengi. Margir bíða spenntir eftir nýjustu afurð uppáhaldsrithöfundar síns, aðrir eftir nýjum þýðingum á verkum erlendra höfunda og svo mætti lengi telja.


Jólabókaflóðið er uppáhaldstími margra. Enda sumir sem geta ekki beðið eftir því að lesa verk uppáhaldshöfundar síns og drífa sig því út í næstu bókabúð um leið og bókin er fáanleg.

Eins og alltaf fyrir jólin kemur út urmull af skáldsögum sem gerð eru ágæt skil í Ríkissjónvarpinu, jafnt í Kiljunni og í Víðsjá og öðrum bókmenntaþáttum Ríkisútvarpsins.

Eins og jafnan er af nægu af taka en margir bíða eflaust spenntir eftir nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar sem heitir Reykjavíkurnætur til að komast að því við hvað rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson fæst við. Í bókinni er sögusviðið Reykjavík árið 1974 þar sem Erlendur er ungur og óbreyttur lögreglumaður sem rannsakar mál róna sem finnst drukknaður og dularfullt hvarf ungrar konu.     

Yrsa Sigurðardóttir sendir einnig frá sér nýja skáldsögu, Kulda, sem fjallar um ungan mann sem rannsakar starfsemi sem fór fram á upptökuheimili fyrir unglinga á áttunda áratug síðustu aldar.

Auk bóka Arnaldar og Yrsu er fjöldinn allur af spennandi bókum væntanlegur á næstu dögum og því nóg að gera fyrir bókelska Íslendinga á næstunni. Það er fátt jafn notalegt að vefja um sig teppi og liggja upp í sófa niðursokkinn í góða bók, nema þá helst að hafa skál með kexinu frá Kexsmiðjunni við höndina til að geta nartað í meðan maður les um atburði og sögusvið sögupersónanna.


Deila |