Hjá okkur í Kexsmiðjunni hefur ríkt mikil stemning undanfarið. Bakarar okkar hafa verið í hátíðarskapi enda höfum við verið á fullu í að baka hverja sortina á fætur annarri og nú er afraksturinn fyrir þessi jól eins og hann leggur sig kominn í verslanir.


Í frétt okkar á dögunum sögðum við frá því að okkar ljúffengu jólasmákökur væru komnar í verslanir. Það er fátt sem okkur í Kexsmiðjunni finnst jafn gaman og að baka fyrir jólin og hafa bakarar okkar verið á fullu við að baka smákökur sem nú er kominn í verslanir.

Jólasmákökur Kexsmiðjunnar eru bragðgóðar og stökkar þannig að maður fær samstundis á tilfinninguna að um heimabakstur sé að ræða. Þeir sem hafa ekki smakkað jólasmákökurnar ættu endilega að munu eftir þeim næst þegar þeir fara út í verslun.

Eins og undanfarin ár bjóðum við upp á átta tegundir af ljúffengum smákökum: blúndukökur, kókostoppar, Dísudraumur, vanillufingur, dropakökur, hálfmánar, súkkulaðibitakökur og kornflexkökur en þær eru glænýjar og koma bráðum í verslanir.

Prófaðu jólasmákökur Kexsmiðjunnar sem nú fást í næstu verslun. Þær eru einfaldlega ómótstæðilega góðar.


Deila |