Gómsætu jólasmákökurnar frá Kexsmiðjunni eru komnar í verslanir.Við sögðum frá því í frétt hér á dögunum að starfsmenn Kexsmiðjunnar hefðu hafið bakstur á jólasmákökum og þær væru væntanlegar í verslanir á næstu dögum. Nú er biðin á enda og ljúffengar smákökurnar nú komnar í næstu verslun.

Þótt enn sé talsvert til jóla höfum við fengir áminningar um að þau séu á næsta leyti. Jólaauglýsingar eru farnar að birtast í fjölmiðlum, í dagblöðunum leggja umfjallanir um jólahlaðborð og jólaskreytingar talsvert pláss undir sig og í búðargluggum nokkurra verslana er búið að setja út jólaskrautið.

Það er alltaf jafn spennandi þegar jólasmákökurnar eru komnar í verslanir. Þegar þær eru komnar í verslanir ásamt jólablöndunni er það orðið eitthvað svo áþreifanlegt að jólin eru ekki mjög langt undan.

Svo er líka gott að geta stolist í eina og eina jólasmáköku í vinnunni eða bara til að hafa heima við nú þegar sumir eru farnir að setja sig í stellingar varðandi jólaundirbúninginn.

Kipptu með þér ljúffengum jólasmákökum Kexsmiðjunnar sem nú fást í næstu verslun.

Deila |