Súkkulaðisnúðarnir eru frábærir með ilmandi kaffinu.Haustið er sá árstími sem mörgum finnst fallegastur. Litadýrðin er óviðjafnanleg og rauð og gul og brún laufblöðin skarta sínu fegursta áður en þau falla til jarðar og naktar trjágreinar bíða komu vetrarins.

Á þessum árstíma er einnig sólarlagið hve fegurst, blóðrautt þar sem sólin sýnist skjálfa við sjóndeildarhringinn í fjarska. Áður en varir tekur svo veturinn við og því er um að gera að njóta þessu síðustu daga haustsins.

Heppileg leið til þess er að fá sér bíltúr að vinnudegi loknum út fyrir borgarmörkin með kaffi á brúsa og njóta haustlitanna og hlaða batteríin fyrir nýjan dag.

Í slíkum túrum kemur sér einnig vel að hafa með sér eitthvað sætt og gott með kaffinu og þá er Íslandskexið, súkkulaðisnúðarnir eða skúffuköku muffins. Í slíkum túrum er um að gera að njóta kvöldkyrrðarinnar, haustlitanna og sólarlagsins með nýuppáhellt kaffið og gómsæta mola Kexsmiðjunnar; að hafa það einfaldlega huggulegt.

Deila |