Íslandskexið frá Kexsmiðjunni er bráðnauðsynlegt í haustferðina.Haustferðir hafa alltaf notið mikilla vinsælda. Enda finnst mörgum haustið fallegasti tími ársins og dýrð haustlitanna óviðjafnanleg sama hve oft fólk hefur séð þá áður. Við fjölluðum um það hér á vefnum í sumar að Íslandskexið væri tilvalið í útileguna.


En Íslandskexið frá Kexsmiðjunni er ekki síður nauðsynlegur ferðafélagi þegar lagt er af stað í stuttar haustferðir úr bænum. Þegar veðrið hefur verið jafn fallegt og í dag eru áreiðanlega margir sem vildu drífa sig út úr bænum. Enda sá árstími runnin upp þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta og margir sem eflaust eru farnir að skipuleggja haustferðir.

Hjá mörgum fjölskyldum hafa haustferðir verið fastur liður þar sem stórfjölskyldan fer í dagsferð út úr bænum. Hvort sem ferðinni er heitið í Grafninginn og á Þingvöll. Um Suðurlandsundirlendið, eða upp á Snæfellsnes, er gott að hafa kaffi eða kakó á brúsa og nesti. Eftir göngutúr um svæðið er svo upplagt að gæða sér á nestinu, dást að litadýrðinni og anda að sér fersku haustloftinu.

Fyrir þá sem ekki ætla út úr bænum er Heiðmörkin nánast í bakgarðinum hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins og Kjarnaskógur sömuleiðis algjör náttúruparadís fyrir þá sem búa norðan heiða.
Hvort sem þú ætlar rétt að bregða þér út fyrir borgarmörkin eða að fara í dagslanga haustferð mundu þá eftir heilhveitikexinu frá Kexsmiðjunni sem er alveg ómissandi þegar maður vill kasta mæðinni og njóta haustlitanna.


Deila |