Erfðabreyttur maís er ekki notaður í afurðum Kexsmiðjunnar.Í blöðunum undanfarið hefur erfðabreyttur maís og plöntueitur verið til umfjöllunar. Ástæðan er nýleg frönsk rannsókn þar sem því er haldið fram að þessar erfðabreytingar valdi alvarlegum eituráhrifum. Að gefnu tilefni vill Kexsmiðjan undirstrika að enginn erfðabreyttur maís er notaður við framleiðslu afurða okkar.

Samkvæmt rannsókninni fengu rottur sem gefið var maísinn ýmist æxli, líffæraskaða eða hreinlega drápust.

Eftir birtingu rannsóknarinnar hafa ýmsir orðið til þess að draga niðurstöður hennar í efa og gagnrýna harðlega bæði úrtak og þá aðferðafræði sem viðhöfð var meðan á rannsókninni stóð. Einn þeirra sem gagnrýnt hefur rannsóknina opinberlega er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands þar sem hann bendir á að of lítill hópur úrtaks hafi ekki fengið erfðabreytt matvæli. Að tilraunarotturnar hafi verið af þeirri tegund sem er gjörn á að fá æxli, ógagnsæi í meðferð tölfræðilegra gagna og óvíst sé að mannfólkið bregðist eins við.

Franskir ráðamenn hafa málið til skoðunar og mun það rannsakað nánar. Hvað sem trúverðugleika rannsóknarinnar líður vil Kexsmiðjan undirstrika að við notum ekki erfðabreyttan maís undir nokkrum kringumstæðum í matvælum okkar.

Deila |