Hafðu meðlætið frá Kexsmiðjunni.September er í uppáhaldi hjá mörgum enda boðar hann komu fallegra en örlítið kaldra haustdaga. Eins og tíðarfarið hefur verið í ár hafa þeir sem hlökkuðu til sólríkra haustdaga því miður fengið lítið fyrir sinn snúð. Lægðir og fárviðri hafa haft betur í baráttunni við þá gulu og tíðarfar almennt rysjótt og þungbúið.

Þeir sem finnst að ekki hafi öll fyrirhuguð ferðalög sumarsins náðst og því planlagt að nota septembermánuð í það sem ekki náðist í sumar eru vafalítið frekar svekktir með veðurguðina þessa dagana.

Í sumar fjölluðum við talsvert um Veganestið okkar enda í mjög handhægum umbúðum og því tilvalið fyrir útileguna eins og auðvitað allar aðrar vörur okkar. En það er vitanlega engin ástæða til að takmarka sig við sumarið.

Þegar veðrið er vont er upplagt að dytta að hlutum heimafyrir og margir sem taka til í geymslunni og setja íbúðina í vetrarbúning og kaupa jafnvel teppi eða áklæði til að gera íbúðina hlýlega. Þegar illa viðrar er því upplagt að láta fara vel um sig heima við og hafa það notalegt, hella upp á kaffi eða fá sér kakó meðan haustlægðirnar lemja rúðurnar.

Stemningin verður þó ennþá huggulegri ef þú hefur gómsætt meðlætið frá Kexsmiðjunni við höndina og svo er líka aldrei að vita hvenær gesti ber að garði og þá er gott að eiga eitthvað í eldhússkápnum sem gott er að narta í.

Ekki gleyma kaffimeðlætinu næst þegar þú ferð út í búð.


Deila |