Hafrakex með ostum í saumaklúbbnum hittir í mark.Haustið er eftirlætisárstíð margra. Skólarnir taka til starfa eftir sumarfríin, starfsemi fyrirtækja kemst í fastar skorður og líkast er sem einhver tilhlökkun fylli loftið eftir að takast á við þau verkefni vetrarins sem framundan eru. Félagasamtök, leikhópar og hvers kyns samtök lifna einnig við eftir dvala sumarsins.

Eitt er það fyrirbæri sem stendur föstum fótum í íslenskri menningu en það er saumaklúbburinn. Strax í menntaskóla hefjast kynni íslenskra kvenna af saumaklúbbnum og margar konur hafa verið saman í saumaklúbbi árum og áratugum saman.

Það er líklegt að saumaklúbbar eigi rætur sínar að rekja til kvenfélaga sem víða var komið á laggirnar í byrjun síðustu aldar þar sem konur í bæjarfélögum og kaupstöðum komu saman og ýmist bökuðu eða prjónuðu til styrktar tilteknu málefni sem gat tengst framförum í menntun eða uppbyggingu heilbrigðisþjónustu eins og að reisa nýjan spítala.

Enn í dag eimir eftir af þessum eldmóði gömlu kvenfélaganna enda oft bakað fyrir saumaklúbbinn eða komið með eitthvað með kaffinu. Sú hefð hefur myndast að gjarnan eru fimmtudagskvöld valin fyrir saumaklúbbinn og læðist sá grunur óneitanlega að manni að það hafi eitthvað með það að gera að ekkert sjónvarp var á fimmtudögum hér áður fyrr eins og margir muna.

Í kvöld verða saumaklúbbar ábyggilega haldnir út um allan bæ og alveg pottþétt mikið stuð. Umræðuefnið á ábyggilega ekki eftir að skorta og sögur af sumarfríum, gönguferðum og útilegum og ævintýrum sumarfrísins ábyggilega eftir að verða margar þar sem þetta verður fyrsti saumaklúbbur vetrarins hjá mörgum.

Það verður ábyggilega glatt á hjalla víða í kvöld og til að ánægjulega kvöldstund enn betri er upplagt að mæta með hafrakexið frá Kexsmiðjunni í saumaklúbbinn og bjóða upp á það ásamt ostum og sultu. Það hittir pottþétt í mark.

Deila |