Mundu eftir muffins frá Kexsmiðjunni með kaffinu.Muffins frá Kexsmiðjunni eru hreint út sagt ómótstæðilega góðar. Á meðan neðri hlutinn er mjúkur er sá efri með gómsætri skorpu þannig að fullkomi jafnvægi skapast meðan bragðlaukarnir kætast við hvern munnbita.


Fyrir utan að vera einkar bragðgóðar eru þær í afar heppilegum stærðum þannig að ef þú ert á ferðinni er upplagt að kippa þeim með til að gæða sér á þegar svengdin gerir vart við sig. Og svo er líka alltaf gott að eiga þeir heima við enda eru þær frábærar með morgunkaffinu eða vilji maður eitthvað sætt með kaffinu eftir kvöldmatinn.

Hið ómótstæðilega bragð og heppilegar pakkningar eru líklega einna helstu ástæður þess hve muffins er vinsælt hérlendis, enda akkúrat passlegur skammtur ef maður vill eitthvað fljótlegt og gott.

Hjá Kexsmiðjunni framleiðum við tvær tegundir af ljúffengu muffins, annars vegar skúffuköku muffins og hins vegar muffins með súkkulaðimolum.

Við landsmenn höfum fundið fyrir nánd haustsins undanfarna daga. Lægðirnar lúra fyrir utan landið og eru í startholunum við að steypa sér yfir eyjuna í norðri með tilheyrandi úrkomu og strekkingi. Á slíkum dögum er gott að eiga muffins upp í eldhússkáp og hafa það náðugt upp í sófa fyrir framan sjónvarpið eða með fartölvuna í fanginu.

Mundu eftir hinu gómsæta muffins frá Kexsmiðjunni næst þegar þú leggur leið þína út í búð.
Deila |