Hafrakexið frá Kexsmiðjunni er sérstaklega gott í ostakökuna.Hafrakexið frá Kexsmiðjunni er meinhollt enda stútfullt af höfrum. Hafrar auðvelda meltingu, draga úr myndun kólestreróls og minnka með því líkur á hjartasjúkdómum. Þeir eru taldir minnka líkur á sykursýki tvö og vinna gegn of háum blóðþrýstingi.


Fullyrðingar þeirra sem álíta hafra allra meina bót eru því ekki úr lausu lofti gripnar. Hafrakex Kexsmiðjunnar byggir á gamaldags og hefðbundinni uppskrift og er einstaklega stökkt og bragðgott. Kexsmiðjan býður bæði hafrakex og hafrakex með kúmeni.

Hafrakexið er einstaklega gott með uppáhalds ostinum þínum og bláberjasultu frá berjamónum í ár eða agúrkum og kotasælu og svo er það líka afar hentugt í ostakökuna. Að neðan er uppskrift Rósu Guðbjartsdóttur að ljúffengri ostaköku. Með því að nota hafrakexi frá Kexsmiðjunni gerirðu góða ostaköku enn betri:

Uppskrift:
200 grömm hafrakex frá Kexsmiðjunni
80 grömm smjör
1½ dl sykur
400 grömm rjómaostur
2 egg
½ tsk vanilludropar
250 grömm sýrður rjómi
2 msk sykur

Aðferð:
Myljið hafrakexið og bræðið smjör. Hellið smjörinu ásamt ½ dl af sykri við kexmylsnuna og hrærið saman. Setjið í eldfast form og bakið við 200° í 10 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna.

Hrærið saman rjómaosti við sykurinn. Setjið vanilludropana útí og síðan eggin og hrærið saman. Hellið yfir botninn og bakið við 180°C í 20 mínútur. Takið kökuna úr ofninum og látið kólna í 10 mínútur á meðan þið hrærið saman sýrðum rjóma og sykri sem þið hellið svo yfir hana. Að lokum er kakan svo sett í ofn í 15 mínútur og þá er hún tilbúin til að vera borin fram.

Þar sem berjatíminn stendur nú sem hæst er upplagt að skreyta hana með bláberjum auk þess sem gott er að geyma hana í ísskáp í einn sólarhring áður en hún er borin fram.

Verði ykkur að góðu!


Deila |