Mundu eftir snúðunum frá Kexsmiðjunni með kaffinu.Þessa dagana snúa margir til vinnu eftir sumarfríið. Og á meðan sumir hlakka til að mæta aftur til starfa og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið eru aðrir sem eru kannski ekki alveg jafnspenntir að mæta til leiks og gætu vel hugsað sér að eiga frí í nokkra daga til viðbótar.
En það eru ekki bara vinnustaðir sem lifna við eftir sumarfrí því að síðsumars taka grunnskólar landsins aftur til starfa. Eins og jafnan þegar skólafélagar hittast eftir sumarfrí er mikill handagangur í öskjunni og margir sem hafa frá ýmsu að segja enda sumarið gjarnan mikill ævintýratími fyrir krakka á grunnskólaaldri.

Og líkt og hjá fullorðna fólkinu er ekki laust við að drengjunum hlaupi dálítið kapp í kinn þegar metingur um mestu svaðilfarirnar og ævintýri sumarsins hefst í löngu frímínútunum. Sumum finnst mest til þess koma að hafa buslað í sjónum á sólarströnd eða séð tignarleg dýr í dýragörðum stórborganna á meðan aðrir sjá ferðalög um hálendið eða tjaldútilegur með fjölskyldunni í miklum ævintýraljóma.

Gott er að eiga eitthvað gott til að narta í fyrir þreytta krakka sem koma heim eftir langan skóladag og þá hitta sælusnúðar, kanilsnúðar og súkkulaðisnúðar Kexsmiðjunnar beint í mark, en þeir eru ekta gamaldags stökkir kanilsnúðar sem eru ómótstæðilega bragðgóðir.

Mundu eftir snúðunum frá Kexsmiðjunni fyrir þreytta skólakrakka næst þegar þú ferð út í búð.

Deila |