Mundu eftir Útilegukökunni í sumar.Það er fátt sem jafnast á við íslenska sumarið. Tjaldútilegur, ættarmót, fjallgöngur, fjölskylduferðalög; allt er þetta tengt íslenska sumrinu órjúfanlegum böndum. Þótt allir vonist náttúrulega eftir því að eyða sumarfríinu í sól og sumaryl er mikilvægt að huga að útbúnað áður en lagt er af stað í ferðalagið því skjótt geta veður skipast í lofti.

Varla er hægt að kvarta yfir veðráttunni í sumar því hún hefur vægast sagt verið frábær. Og það er vonandi að veðrið haldi áfram að leika við landsmenn nú þegar þeir sigla inn í seinni parts sumarsins enda komið fram undir ágúst og farið að dimma á kvöldin.

Jafnan fylgir ferðalögum og útilegum smá stress, skyldi eitthvað hafa gleymst í bænum, er ekki örugglega allt með. En svo þegar komið er á áfangastað líður stressið jafnan úr fólki þegar búið er að tjalda og anda að sér fersku sveitaloftinu.

Þótt albjartar íslenskur sumarnætur séu einstakar að fegurð eru jafnframt margir sem kunna að meta tjaldútilegur þegar farið er að rökkva. Þá er tilvalið að slá upp varðeld og taka fram gítarinn og söngvabókina og kyrja útileguslagara. Á slíkum kvöldvökum er nauðsynlegt að fá sér hressingu því að líkaminn þarf jú ekki síður að nærast en andinn. Þá kemur Útilegukaka Kexsmiðjunnar að góðum notum enda einstaklega ljúffeng og hentug í útileguna.

Mundu eftir Útilegukökunni frá Kexsmiðjunni næst þegar þú átt leið í verslun.

Deila |