Hafðu Útilegukökuna frá Kexsmiðjunni með í fríið.Nú er júlí runninn upp og flestir komnir í sumarfrí eða þau við það að bresta á. Í heita pottinum, í saumaklúbbnum og á kaffistofunni er um fátt annað talað en sumarfríin sem framundan eru.


Rifjuð eru upp atvik úr sumarfríum ársins áður og þau óðagot sem urðu þegar uppgötvaðist að uppáhaldsbangsinn hafi orðið eftir í bænum. Eða gamli vasahnífurinn hafi hvergi fundist og þegar búið var að róta í bílnum, rífa allt út úr tjaldinu og leita í öllum mögulegum hirslum og hólfum kom í ljós að hann var í buxnavasanum allan tímann.

Sumarfríin fela í sér allskonar uppákomur og oft hittir maður allskonar manneskjur. Þýsku hjónin í Landmannalaugum sem sögðu sí og æ „Ah, wunderbar!“ eða hollenska göngumanninn sem hraut svo hátt að sumir skálagestirnir vöknuðu.  

Hluti af sumarfríinu eru þessi litlu, skondnu, óvæntu og jafnvel pirrandi atvik sem þó eru svo heillandi að fólk rifjar þau upp aftur og aftur.

Það sem er hins vegar ekki óvænt og það sem ekki breytist ár eftir ár er Útilegukaka Kexsmiðjunnar. Hún er alltaf jafn ljúffeng, alltaf jafn góð og fyrir þá sem kunna að meta gildi þess að geta gengið að ákveðnum hlutum vísum, þá ættu þeir sömu að hafa Útilegukökuna frá Kexsmiðjunni með í sumarfríið.

Mundu eftir Útilegukökunni sem fæst þessa vikuna í næstu verslun.Deila |