Það er alltaf gott að hafa kanilsnúð frá Kexsmiðjunni við höndina.Ein af arfleifð Íslendinga er þjóðtrúin. Og þótt þjóðtrú Íslendinga sé vitanlega ekkert í líkingu við það sem hún var fyrr á tímum eimir þó enn nokkuð eftir af henni. Fyrir nokkru kom upp mál þar sem menn veigruðu sér við að flytja steinhnullung sem álitinn var álfasteinn vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda.

Ein af þeim nóttum sem talin er búa yfir miklu kynngimagni er Jónsmessunótt sem er aðfaranótt 24. júní. Samkvæmt þjóðtrúnni mun hver sá sem baðar sig upp úr dögginni þá nótt ekki kenna sér meins í heilt ár. Kýr öðlast einnig mál og selir fara úr hömum þessa kynngimögnuðu nótt.

Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara. Í Rómaveldi hinu forna voru sólhvarfahátíðir og víða í Evrópu er talað um miðsumarsnótt og þá blásið til mikilla alþýðuhátíða og veisluhalda til að halda upp á lengsta dag ársins.

Samkvæmt þjóðtrúnni fá jurtir einnig mikinn lækningamátt og sagt er að tíni menn hornblöðgu losni þeir við kvef, að Maríustakkur gagnist við graftarkýlum, brennisóley við húðkvillum og fjögurra blaða smári ljúki upp öllum þeim læsingum sem hann er borinn upp að.

Það er spennandi nótt og löng í vændum og þá er eins gott að vera með nesti frá Kexsmiðjunni því þetta er sú nótt ársins þar sem allt getur gerst!

Deila |