Mundu eftir kexinu frá Kexsmiðjunni í ferðalagið í sumar.Bæjarhátíðir hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum. Ef til vill má segja að þjóðhátíðin í Eyjum sé fyrsta íslenska bæjarhátíðin. Hún var haldin í tilefni þúsund ára byggðar í landinu árið 1874. Í ár er næstum hvert byggðarlag með sína hátíð og því upplagt að drífa sig út úr bænum með fjölskylduna.

Í ár verða haldnar rúmlega 40 hátíðir víðsvegar um landið. Á þessum hátíðum gera þorpsbúar sér dagamun og setja gjarnan saman skemmtidagskrá þar sem slegið er upp balli og farið í alls kyns leiki og þrautir sem ungir sem aldnir geta tekið þátt í.

Oft koma líka brottfluttir heimamenn á hátíðirnar þar sem gamlir vinir og kunningjar hittast og gera sér glaðan dag. Undanfarið hafa útlendingar ekki heldur farið varhluta af þessum hátíðum enda setja þær mikinn svip á bæjarfélögin og íbúafjöldinn margfaldast þá daga sem hátíðarhöldin standa yfir.

Sumar hátíðirnar eru eingöngu tónlistarhátíðir eins og Bræðslan á Borgarfirði eystra eða Jazz undir fjöllum sem haldin er á Skógum. Aðrar leggja áherslu á listir og menningu eins og listahátíð unga fólksins, LUNGA, á Seyðisfirði. Svo eru enn aðrar sem leggja áherslu á gamlan arf eins og Franskir dagar á Fáskrúðsfirði og Danskir dagar í Stykkishólmi.
Hvort sem þú ætlar að njóta lífsins í útilegunum í sumar eða kíkja á einhverjar af hinum fjölmörgu bæjarhátíðum sem haldnar verða í sumar mundu þá eftir Veganesti Kexsmiðjunnar sem er sérstaklega ljúffengt og búið til eftir góðum uppskriftum sem hvíla á gömlum merg.


Deila |