Mundu eftir Veganestinu í ferðalagið.Framundan er hvítasunnasunnuhelgin sem er ein stærsta ferðahelgi ársins. Hvítasunnuhelgin er líka fyrsta ferðahelgi sumarsins og eru landsmenn því eflaust fegnir að komast út úr bænum enda ábyggilega kominn ferðahugur í marga með hækkandi sól og hitatölum sem farnar eru að skríða yfir tvo tölustafi. Í slíkar ferðir er Veganesti Kexsmiðjunnar ómissandi.
Eins og alltaf skiptir veðrið miklu máli þegar ákveðið er hvert halda skal. Í frétt á mbl.is nýlega kom fram að allt að 20 stiga hiti yrði á landinu um hvítasunnuhelgina þótt Norðausturlandið hefði sennilega vinninginn þar sem hitinn verður líklega um og yfir 20 stig.

Á sunnan og vestanverðu landinu er þó gert ráð fyrir að veðrið verði skýjað og rigning með köflum en á sunnudaginn á að birta til og þá er gert ráð fyrir sólskini og mjög góðu veðri.

Hvert sem förinni er um hvítasunnuhelgina mundu þá eftir Veganestinu frá Kexsmiðjunni sem er ljúffengur biti í handhægum umbúðum og auðvelt er að grípa með sér á næstu bensínstöð eða verslun þegar lagt er af stað úr bænum.


Deila |