Boltinn byrjar að rúlla á sumrin„Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag,“ söng Bjarki Tryggvason við undirleik hljómsveitar Ingimars Eydal um árið. Þeir sem komnir eru til vits og ára muna eflaust eftir laginu og er þá sumarskapið yfirleitt ekki langt undan.

Eftir langan vetur eigum við landsmenn það sameiginlegt að bíða eftir sumrinu með eftirvæningu og tilhlökkun þar sem þeir vona enn eitt árið að það líði nú ekki allt of fljótt.

Um þetta leyti ársins lifnar veröldin úr dvala. Ekki þarf að fara langt út fyrir þéttbýlið til að hlusta á fuglasönginn þar sem þeir eru í óða önn í tilhugalífinu og á fullu spani í hreiðurgerð til þess að búa ungum sínum sem bestar aðstæður áður en þeir fljúga út í lífið.

Borgin okkar fyllist líka lífi, nánast dag frá degi tekur maður eftir aukningu ferðamanna og hjá mörgum er það árlegur sumarboði að sjá hvíta kolla nýstúdentanna sem spásséra glaðir í bragði um bæinn.

Um þetta leyti er líka listahátíð en hún hefur verið haldið síðan 1970 og er ábyggilega mörgum í fersku minni þegar hin ógurlega franska prinsessa fór um bæinn ásamt fríðu föruneyti franska götuleikhússins Royal de Luxe.

Íslenski boltinn byrjar að rúlla og í stað þess að rífast um það hverjir eru bestir í ensku er hægt að einbeita sér að því rífast um hverjir vinni Íslandsmeistaratitilinn í ár.

Frá því Íslendingar töku fyrst þátt í Eurovision árið 1986 og Gleðibankinn var framlag okkar í keppninni hafa landsmenn allar götur síðan verið sannfærðir um að íslensku keppendurnir sigri í keppninni. Á sjálfu úrslitakvöldinu er svo andrúmsloftið rafmagnað. Varla sést sála á götum borgarinnar og Eurovisionpartí haldin út um allan bæ.

Allt eru þetta ljúfir vorboðar sem boða það að sumarið er innan seilingar. Munið eftir kexinu frá Kexsmiðjunni í sumar – það gerir sumarfríið einfaldlega svo miklu skemmtilegra.


Deila |