Því hefur á stundum verið haldið fram að föstudagurinn þrettándi, sem er einmitt í dag, sé ólukkudagur mikill. Dagur þar sem ber að fara sér hægt og vera á varðbergi gagnvart ógæfu af hvaða tagi sem er. Óttinn við föstudaginn þrettánda getur verið töluverður og það undarlega er að einhver fótur virðist vera fyrir því orðspori sem af deginum fer.

Í breskri skýrslu sem læknar unnu árið 1993 kom í ljós að jafnvel þótt fleiri væri á ferli á föstudeginum viku fyrir föstudaginn 13. voru skráningar inn á sjúkrahús vegna umferðarslysa samt fleiri þann 13. þótt færra fólk væri á ferðinni. Þetta fékkst staðfest yfir langt tímabil enda stóð rannsóknin í nokkur ár.

Þá kom einnig fram að slysatíðni föstudagsins þrettánda var umtalsvert hærri en aðra föstudaga, eða 52% hærri. Miðað við að tölurnar tali sínu máli mætti færa góð rök fyrir því að fara sér hægt í dag!

Útbreiddasta hjátrúin
Óttinn við föstudaginn þrettánda getur jafnvel gengið svo langt að hann verði sjúklegur. Þeim krankleika hefur meira að segja verið gefið nafn, sem jafnframt er skelfilegt – Paraskevidekatriaphobia.

Hjátrúin um föstudaginn þrettánda er útbreiddasta hjátrúin í Bandaríkjunum og hefur hún víðtækar afleiðingar. Fáir myndu hugsa sér að gifta sig á þessum degi, skíra barn eða skipuleggja annan hátíðarviðburð. Margir vilja helst ekki fara til vinnu á þessum degi og bókanir á veitingastöðum hrynja jafnan þegar föstudaginn þrettánda ber upp.

Andúðin á tölunni 13 er einnig víðtæk. Það kemur fyrir í stórhýsum að hoppað sé yfir þrettándu hæðina og beint upp á þá fjórtándu. Húsnúmerinu 13 er stundum sleppt og sama má segja um götunúmer. Hjátrúnni eru fá takmörk sett.

Frá Loka til Da Vinci
Ekki óttast allar þjóðir töluna 13 hinsvegar. Kínverjar, og Egyptar á tímum faróanna, töldu töluna vera lukkutölu. Tyrkir óttuðust hana hinsvegar svo mjög að tölunni var nánast útrýmt úr orðaforða Tyrkja.

Íslendingar hafa einnig sína hjátrú þegar talan 13 ber á góma og má rekja hjátrúna að minnsta kosti til landnáms en í goðafræði var Loki hið þrettánda goð Valhallar.

Hvað sem allri hjátrú líður virðist föstudagurinn þrettándi á Íslandi hinsvegar byrja vel. Veður er gott víðast hvar á landinu og framundan er helgi upplyftingar og hvíldar.

En fyrir þá sem enn eru forvitnir um föstudaginn þrettánda má rifja upp að í Da Vinci lyklinum (The Da Vinci Code) er dagurinn nefndur sem uppgjör evrópskra valdamanna við Templararegluna en þann dag á hún að hafa verið upprætt.

Sennilegast er nóg af dularfullum atburðum að finna ef maður leitar nógu vel. En á meðan leitin fer fram getur verið sérlega gott að hafa uppáhalds kexið frá Kexsmiðjunni við höndina, og svo má láta sig svífa inn í heim ævintýranna.


Hér er meiri fróðleik um föstudaginn 13. að finna.


Deila |