Kexsmiðjan óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska.Nú eru páskarnir á næsta leyti og páskafríið því framundan. Þótt allir séu guðslifandi fegnir að komast í smá frí frá hinu daglega amstri og geta notið samvista með fjölskyldunni í góðra vina hópi þá er páskahelgin trega blandin.
Á þessari helstu hátíð kristinna manna fögnum við ekki einungis upprisu frelsarns og eilífs lífs heldur minnumst við þess einnig að hann lét lífið fyrir syndir okkar með krossfestingu á föstudaginn langa.


Við hjá Kexsmiðjunni vonum að þið hafið það gott í páskafríinu um leið og við óskum öllum gleðilegra páska.

Deila |