Kexið frá kexsmiðjunni er ómissandi í páskafríinu.Senn líður að páskum og margir eflaust farnir að hlakka til þess að eiga komast í páskafríið og eiga í vændum notalega daga með vinum og ættingjum. Hvort sem menn njóta samvista með fjölskyldunni, fara í skíðatúr eða bregða sér upp í bústað er gott að eiga eitthvað að narta í milli mála og þá er kexið frá Kexsmiðjunni alveg ómissandi.


Á páskum minnumst við pínu frelsarans, krossfestingar, upprisu og eilífs lífs. Þar sem páskarnir eru ein af helgustu hátíðum kirkjuársins hittast vinir og ættingjar gjarnan og njóta samvistanna.

Páskafríið nota líka margir til að bregða undir sig betri fætinum. Sumir kjósa að fara á skíði og hafa skíðaferðir til Akureyrar og Ísafjarðar verið sérstaklega vinsælar undanfarin ár. Í skíðaferðum er ómissandi að vera með heitt kakó á brúsa og kex frá Kexsmiðjunni í nestið þegar mæðunni er kastað á milli salíbunuferða niður fjallshlíðina.

Sumarbústaðaferðir eru einnig sérstaklega vinsælar um páskana og margir sem taka með sér góðan mat og bók og njóta þess að hafa það náðugt í nokkra daga frá amstri hverdagsins. Aðrir njóta þess að fara í langa göngutúra og upplifa náttúrufegurð svæðisins og þá er oft gott að vera með nesti í poka, einkum ef fulltrúar yngstu kynslóðarinnar eru með í för sem gjarnan verða svangir.

Mundu eftir kexinu frá Kexsmiðjunni fyrir páskafríið næst þegar þú átt leið út í búð.

Deila |