Trefjaríkt heilhveitikex í Íslandslínunni.Mörgum finnast skyrtertur alveg ómótstæðilegar. Einkum eru þær sérstaklega ljúffengar með kaffinu sem eftirréttur eftir kvöldmatinn vilji menn gera vel við sig. Enda huggulegt að deila skyrtertu saman með vinum á ljúfri stund. Skyrtertur er hægt að fá af hinum ýmsu gerðum, eins og bláberjaskyrtertu, sólberjaskyrtertu, Irish-skyrtertu, mangóskyrtertu og hindberjaskyrtertu.
Allar eiga skyrterturnar þó eitt sameiginlegt en það að heilhveitikex Kexsmiðjunnar er nauðsynlegt að hafa í þeim öllum. Hér er uppskrift að frábærri bláberjaskyrtertu sem er að sjálfsögðu með heilhveitikexi frá Kexsmiðjunni.

Bláberjaskyrterta:

75 g smjör
150 g Kexsmiðju heilhveitikex
2 egg
140 g sykur
500 g bláberjaskyr
safi úr ½ sítrónu
2,5 dl rjómi
8 blöð af matarlími

Aðferð:

Myljið kexið, bræðið smjörið og blandið saman. Setjið í form með lausum botni og kælið. Bleytið matarlímið í köldu vatni í 10 mínútur. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið það með ½ dl af sjóðandi heitu vatni.

Að því loknu skal rjóminn þeyttur og þá hrærð saman skyrið og eggin. Hellið volgu matarlíminu út í skyrblönduna og bætið síðan þeyttum rjómanum við og hrærið varlega. Næst er fyllingunni helt á botn formsins og  hún látin stífna í ísskáp.

Óhætt er að láta kökuna standa yfir nótt og meira að segja frysta hana. Þegar hún er borin fram er upplagt að skreyta hana með bláberjum eða bláberjasultu.

Verði ykkur að góðu!Deila |

Lestu skyldar fréttir og um vöruna