Fáðu þér mottumarsköku og styrktu gott málefni í leiðinni.Eins og flestir hafa tekið eftir skarta íslenskir karlmenn nú mottum af öllum stærðum og gerðum. Tilefnið er hið árlega átak Krabbameinsfélagsins að vekja athygli á krabbameini í körlum og er þetta nú í þriðja sinn sem íslenskir karlmenn eru hvattir til þess að safna mottu.

Kexsmiðjan ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og býður því ljúffenga súkkulaðiköku í mars sem sérstaklega er tileinkuð átakinu. Af hverri seldri mottumarsköku renna 30 krónur til Krabbameinsfélagsins.

Líkt og undanfarin ár fer fram fjáröflunarátak þar sem einstaklingar jafnt sem lið geta skráð sig til leiks. Í ár er bryddað upp á þeirri nýjung að nú geta byggðalög keppt innbyrðis hvert við annað í áheitasöfnuninni eins of fram kemur á vefsíðu Krabbameinsfélagsins.

Sláðu tvær flugur í einu höggi með því að kippa með þér mottumarsköku frá Kexsmiðjunni næst þegar þú ferð út í búð og styrkja í leiðinni gott málefni.

Deila |