Hafrakex frá KexsmiðjunniHafrar eru meinhollir og sumir segja að þeir séu allra meina bót. Þeir stuðla að því að draga úr myndun kólesteróls og þannig minnka þeir líkurnar á hjartasjúkdómum. Auk þess auðvelda þeir meltinguna og auka þar með líkurnar á að þú getir stjórnað þyngdinni.

Hafrar eru einnig sagðir draga úr líkum á áunninni sykursýki, eða sykursýki tvö, eins og hún er stundum kölluð. Þeir stuðla einnig að stöðugum blóðsykri og hamla gegn of háum blóðþrýstingi eins og bent er á í þessari grein.

Á vefsíðunni heilsubot.is er fjallað um hafra. Þar kemur fram að þeir eru ennfremur fullir af plöntupróteini sem nauðsynlegt er fyrir uppbyggingu og viðhald vöðva. Hafrar eru jafnframt  ríkir af kísil og steinefnum sem viðhalda fallegu hári, húð, beinum og tönnum. Einnig innihalda hafrar fosfór sem er nauðsynlegt til að heili og taugar þroskist og dafni á yngri árum.

Þeir sem álíta hafra allra meina bót hafa því sennilega nokkuð til síns máls. Kexsmiðjan býður bæði hafrakex og hafrakex með kúmeni sem byggir á gamalgróinni uppskrift og er afar bragðgott. Hugaðu að hafraneyslu og kipptu hafrakexinu frá Kexsmiðjunni með í næstu verslun.


Deila |