Gómsætt vínarbrauð frá Kexsmiðjunni.Það þekkja flestir þá tilfinningu þegar ákveðin lykt eða bragð vekja upp gamlar minningar og kenndir. Eitthvað sem við höfum ekki hugleitt eða fundið fyrir í langan tíma, eitthvað sem við höfðum næstum gleymt. Í því samhengi er oft sagt að eitthvað „veki upp minningar“. Stundum gerist þetta þegar við erum í kaffiboði að einhver fær sér köku og rekur í kjölfarið óvænt upp eitthvað sem líkist nánast hálfkæfðu ópi, stendur jafnvel upp úr stólnum og tilkynnir viðstöddum næstum því  með viðhöfn að þetta eða hitt minni hann svo mikið á eitthvað úr fortíðinni.

Það getur átt við löngu liðnar heimsóknir til frændfólks út á land, kaffiboð hjá ættingjum sínum úr æsku eða eitthvað því um líkt.

Hjá Kexsmiðjunni er notast við hefðbundnar uppskriftir sem minna á það sem var á boðstólnum hjá afa og ömmu. Vínarbrauðin frá Kexsmiðjunni eru t.d. öll með gamaldags ljúffengri rabarbarasultu og fást bæði vínarbrauð með súkkulaði og vínarbrauð án súkkulaðis.

Mundu eftir vínarbrauðinu frá Kexsmiðjunni næst þegar þú ferð út í búð og það er aldrei að vita að endurómur úr fortíðinni láti á sér kræla.


Deila |