Íslandskex frá KexsmiðjunniSenn líður að því flautað verði til leiks á Evrópumótinu í handbolta sem að þessu sinni verður haldið í Serbíu. Mikið mun mæða á strákunum okkar í mótinu enda eru öll sterkustu lið álfunnar mætt til leiks og því ljóst að við erfiða mótherja verður að etja.

Á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010 náði Ísland frábærum árangri og hreppti bronsið eftir spennandi viðureign við Pólland. Vonandi náum við að jafna þann góða árangur og gera jafnvel enn betur.

Við vitum að strákarnir munu gera sitt besta og að mikil spenna er væntanleg á heimilum landsins á næstunni þegar þjóðin verður límd fyrir framan skjáinn. Þegar spennan er að ná hámarki er gott að hafa eitthvað að maula við höndina og þá er kexið frá Kexsmiðjunni sterkur leikur. Kexið frá Kexsmiðjunni hittir beint í mark!
Deila |