Við greindum frá því um daginn að starfsfólk Kexsmiðjunnar væri komið í hátíðarskap og hefði undanfarna daga verið á  fullu við að baka gómsætar og ljúffengar smákökur sem nú eru komnar í hillur verslananna.

Í ár bjóðum við upp á átta tegundir af ljúffengum jólasmákökum og ættu því allri að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Uppskriftir okkar hafa lengi átt upp á pallborðið hjá Íslendingum enda byggðar á gömlum hefðum og eru jólasmákökurnar okkar einnig transfitusýrusnauðar líkt og allar afurðir Kexsmiðjunnar.
Kókostopparnir eru gerðir eftir hefðbundinni uppskrift og geta margir hreinlega ekki hugsað sér jólin án þeirra. Hjá okkur eru kókostopparnir með súkkulaði og afar bragðgóðir og eru því skemmtileg tilbreyting ef menn vilja fá sér eitthvað meira suðrænt og seiðandi. Dropakökurnar eru líka ljúffengar kókoskökur og fást í fallegum glærum öskjum.

Kipptu með þér kókostoppum, dropakökum eða öðrum ljúffengum jólasmákökum frá Kexsmiðjunni næst þegar þú ferð út í búð. Í jólaundirbúningnum er aldrei að vita hvenær gesti ber að garði og þá er gott að eiga eitthvað góðgæti til að bjóða þeim.

Deila |