Gerðu þínar eigin bollakökur með því að skreyta muffins frá KexsmiðjunniÞað er mjög mismunandi hversu vel fólk hefur kynnt sér bakaraheiminn. Líklega eiga flestir það sameiginlegt að vita nógu mikið til að geta fengið það sem hugurinn girnist í bakkelsi en stundum flækjast málin örlítið. Við höfum í það minnsta orðið vör við það þegar muffins og bollakökur eru annars vegar. Sumir sjá ekki fyrir sér annað en að það sé einn og sami hluturinn... en svo er hinsvegar ekki.


Muffins þekkjum við hjá Kexsmiðjunni vel, enda bökum við gríðarlegt magn af muffins á hverju ári. Til að hafa á hreinu hvað við erum að tala um hér þá undirstrikum við það að í okkar huga eru muffins hinar eiginlegu „muffins“ á ensku, stundum skrifað möffins á íslensku, en bollakökur eru þá „cupcakes“.

Muffins eru í raun ekki sérstaklega líkar kökum. Þær eru ekki eins sætar og sumstaðar í Evrópu tíðkast jafnvel að fá sér muffins, eða sambærilegt meðlæti, með morgunkaffinu. Muffins eru yfirleitt nokkuð þéttar í sér og geta jafnvel verið fremur þungar. Þær innihalda líka oft ber og súkkulaðibita og eru almennt taldar mjög ljúffengar.

Kexsmiðjan framleiðir tvennskonar muffins, súkkulaðibita muffins og súkkulaðiköku muffins.

Bollakökur eru hinsvegar einskonar litlar kökur, eiginlega einstaklingskökur, og er oft gríðarleg natni lögð í skreytingar á slíkum kökum. Í raun mætti segja að bollakökur séu muffins í sparifötum og því er kjörið að nota muffins frá Kexsmiðjunni sem grunninn, og klæðskera sníða svo að eigin þörfum með dramatískum skreytingum. Þegar bollakökur eru annarsvegar er fátt sem takmarkar mann annað en hugmyndaflugið.

Deila |