Þótt október sé rétt hafinn og því tæpur mánuður í fyrsta sunnudag í aðventu er ekki laust við að eftirvænting, og jafnvel tilhlökkun eftir jólunum sé í loftinu hjá þeim sem eru allra mestu jólabörnin. Þau sem eru alvöru jólabörn eru farin að raula jólalögin, og hafa jafnvel tekið forskot á sæluna og laumast til að kaupa eina og eina jólagjöf og jafnvel sett eitt og eitt jólalag undir geislann svo lítið beri á.

Við hjá Kexsmiðjunni erum einnig komin í hátíðarskapið og hefur jólaundirbúningurinn hjá okkur staðið yfir undanfarið. Jólabaksturinn hjá okkur er búinn og nú er afraksturinn kominn í verslanir. Eins og undanfarin ár bökuðum við átta tegundir af  bragðgóðum smákökum sem eru allar jafngómsætar hver á sinn hátt.

Þeir sem hafa prófað jólasmákökur Kexsmiðjunnar vita vel að smákökurnar okkar eru nákvæmlega eins og jólasmákökurnar eiga að vera. Þær eru bragðgóðar og stökkar og eitthvað svo heimilislegar og ekta þannig að maður fær á tilfinninguna að maður sé að borða heimatilbúnar smákökur. Þeir sem hafa ekki prófað smákökur Kexsmiðjunnar ennþá ættu að drífa í því að smakka þær sem fyrst. Eins og undanfarið bjóðum við upp á átta tegundir af smákökum sem eiga eftir að kitla bragðlaukana, en það eru: Blúndukökur, kókos- og appelsínukökur, kókostoppar, Dísudraumur, vanillufingur, dropakökur, hálfmánar og súkkulaðibitakökur. Verði ykkur að góðu!  

Deila |