Veganestis kanilsnúðar eru góðir í ferðalagiðNú er veðrið loksins að skána og margir hyggja á ferðalög og útilegur. Þegar búið er að pakka í bílinn og stinga síðasta farangrinum í síðasta lausa plássið gæti verið góð hugmynd að tryggja sér gott Veganesti frá Kexsmiðjunni.

Veganesti eru vörur sem Kexsmiðjan bakar á gamla mátann og fæst víða nýbakað. Veganesti er þægilegt bakkelsi í hæfilega stórum skömmtum, tilvalið til að eiga til í bílnum þegar litlir munnar vilja fá verðlaun fyrir að vera stillt á leiðinni á áfangastaðinn.

Þú færð kanilsnúð, Vínarbrauð, Súkkulaðidraum og Múslíköku í Veganesti. Allt sérpakkað í handhægar umbúðir til að stinga niður í veskið, sundpokann, bakpokann eða taka bara beint í bílinn.

Gríptu gott Veganesti á næsta sölustað. Þá ertu kominn með nestið, nýju skóna verður þú reyndar að fá einhversstaðar annarsstaðar!

Góða ferð!

Deila |