Prófaðu muffins með kósíkvöldinu!
Breyttu til, fáðu þér möffins frá Kexsmiðjunni

Það er gaman að gera sér dagamun. Flestir gera sér einhvern dagamun um helgar, bæði í matarupplifunum og annars konar upplifunum. Fjölskyldur hafa gjarnan „kósíkvöld“ á föstudögum, með tilheyrandi gotteríi, eða gera sér ferð í ísbúðina á sunnudegi. Svo er jafnvel kíkt í bíó, farið á safn eða í langa og viðburðaríka gönguferð.

Takmarkið er að bregða út af vananum, en það má líka gera á virkum dögum. Þótt þeir séu nú flestir fyrirfram fullir af skylduverkum og rútínu, þá gefst alveg rými fyrir smá tilbreytingu. Til að mynda má taka frá venjulegan eftirmiðdag fyrir samverustund með fjölskyldunni. Þá hittast allir eftir skóla og vinnu og gera eitthvað saman sem er alla jafna ekki gert á virkum dögum.

Það þarf ekki að vera flókið. Það má til dæmis spila, teikna eða spjalla bara um það sem er að gerast hjá hverjum og einum. Ef veðrið er gott, er tilvalið að fara út að labba eða skella sér í sund.

Öll samvera verður svo einhvern veginn betri ef henni fylgir góður biti. Muffins frá Kexsmiðjunni eru frábær kostur þegar á að brjóta upp hversdagsleikann. Mátulega hversdagsleg, en samt svolítið spari. Muffins með súkkulaðibitum og Skúffukökumuffins eru dagamunur út af fyrir sig, hvenær sem er.


Deila |